9.8.2007 | 13:42
Bolusetningar og fleira
Hallo folk!
A morgnana voknum vid venjulega kl korter i atta og forum i tessa vanalegu mjog svo koldu sturtu sem er her uti vid hlidina a klosettunum. Svo forum vid og faum okkur morgunmat her i setustofunni. Tad er listi inni i eldhusi hja kokkinum sem madur skrifar sig a maltidir og hvad madur vill fa. Morgunmaturinn herna er besta maltid dagsins. Venjulega faum vid okkur jogurt med alls konar avoxtum, bonunum, mango og anans (nb tetta eru oruggustu avextirnir her tvi teir hafa hydi) svo faum vid steikta stora ponnukoku med bonunum og sultu inni! Nammnamm
Annars er mjog heppilegt ad vera ekki matvandur her tvi i hadeginu a heilsugaeslunum er komid med storan pott med misgirnilegum mat handa okkur fjorum og vid bordum eins og vid getum en kokkinum finnst allataf eins og vid bordum ekki neitt! I dag a heilsugaeslunni fengum vid loksins ad smakka tjodarrettinn herna sem heitir ugali. Tetta er maismjol og vatn sodid mjog lengi svo tetta verdur svona kaka. Tetta borda teir med fingrunum og dyfa ofan i sosu og graenmeti. Vid fengum reyndar gaffal og skeid til ad borda tetta. Tetta var svo sem oskop bragdlaust en sat soldid eins og klumpur i maganum a eftir!:)
I dag a heilsugaeslunni vorum vid i ungbarnabolusetningunum. Bornin fa bolusetningar upp ad eins ars aldri og ta eru tau ''fullbolusett''. Teir sem hafa ekki ahuga a barnabolusetningum geta hoppad yfir i naesta kafla:) Bornin fa berklabolusetningu vid faedingu asamt bolusetningu fyrir polio, dipteriu, tetanus, hep B, Hem inf B og mislinugm. Einnig eru bornin vigtud og eru mjog morg undir sinni tyngdarkurfu. Maedurnar fa bolusetningarspjald med nakvaemum fyrirmaelum hvenaer taer eiga ad maeta aftur. Maedurnar borga svo fyrir ef taer geta, 100 shillingar ef tettta er fyrsta koma og svo 30 shillingar eftir tad. (Kenyskur schillingur er eiginlega alveg tad sama og kronan.)
Tegar vid maetum sitja maedurnar og bida i rodum. Flestar binda bornin a bakid med slaedu og vefja svo fullt af teppum utan um barnid tvi nu er vetur i kenya. Herbergid er frekar litid og koma 3-4 maedur inn i einu og afklaeda bornin fyrir vigtun. Tessu fylgir heilmikid af teppum og doti ut um allt. Vid og laeknalidinn vorum 3 tima ad bolusetja oll krilin. Tad var svo gaman ad sja oll tessi fallegu krili sem stordu a mann storum augum:)
Jaeja nu forum vid og faum okkur eitthvad i gogginn, erum frekar svangar eftir ugalid:), adur en vid forum upp a gistiheimilid!
knusknus
Sigga og Ola
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.8.2007 | 15:31
Meiri frettir
Hellu!
Takk fyrir allar kvedjurnar!:)
Afram af lifinu her i Kenya sem madur er by the way otrulega fljotur ad venjast. Madur gleymir tvi fljott hvernig tad er ad hafa klosett inni i husinu sinu, turfa ekki ad bera a sig moskitoaburd trisvar a dag, hafa fataskap, hafa spegil, drekka vatn ur krana, hafa golfefni a golfunum i stadinn fyrir moldar eda steingolf.
Vid erum nu bunar ad vera trja daga a mismunandi heilsugaeslum hver annarri hrorlegri. Manni dettur i hug ad tad hafi verid viljandi gert ad senda okkur a ''finustu'' heilsugaesluna fyrst og svo venja okkur vid adbunadnum sem hefur farid versnandi med hverri heilsugaeslunni. I dag forum vid heilsugaeslu sem hafdi einnig faedingargang og nokkur leguherbergi. Ad labba inn ganginn var soldid eins og ad vera staddur i spitala i einhverri hryllingsmynd, mjog dimmt og hurdarnar voru allar ur jarni. En tetta var samt eiginlega besti dagurinn samt. Saum tvaer faedingar sem gengu nu bara agaetlega. Konurnar koma tarna aleinar rett adur en taer eiga ad faeda og svo eru taer tarna yfir daginn og fara svo heim. Inni i faedingarstofunni er einn bekkur med svortu plastleduraklaedi og balinn fyrir nedan tangad sem ollu legvatninu, blodinu og fylgjunni var skubbad nidur allt var buid. Ekki var sodid neitt vatn eda notud nein lok!:)
Audvitad er ekki nein gjorgaesla tarna ef ske kynni ad eitthvad myndi fara urskeidis i faedingunni. Barninu er bara hent inn i teppi og sett upp i rum til mommunnar eftir duk og disk. Einnig er annad vidmot til kvennanna her. Saum eina unga konu sem var ad faeda sitt fyrsta barn og ef hun kveinkadi ser eitthvad var bara hastad a hana!
Einnig vorum vid dagoda stund med tannlaekninum tar sem hann dro tennur ur folki i rodum baedi bornum og fullordnum, framtennur og jaxla. A tessari heilsugaeslu er ekki haegt ad fa fyllingar. Tad var moguleiki a Kayole, fyrstu heilsugaeslunni sem vid forum a en tad er mjog dyrt og ekki naerri allir sem hafa efni a tvi. Tess vegna eru tennurnar bara dregnar ut og vid sjaum mjog mikid af tannlausu folki ut a gotu svo tannlaeknarir her eru greinilega mjog duglegir!:)
Af odru en heilsugaeslu: vid erum bunar ad fara a Nairobi Java House sem er mjog fraegt kaffihus her i Nairobi. Vaka og felagar sem voru her i fyrra maeltu med tessu og vid erum nu tegar bunar ad fara tvisvar. Otttrrruuuullllega gott kaffi!:) Tetta er samt soldir vestraenn stadur i utliti med afrsikum listaverkum ut um allt. Maeli med ad allir kiki tangad tegar teir eru i Nairobi:)
Jaeja nu er klukkan ad verda half 7 tegar byrjar ad dimma og madur a ekki ad vera a ferli svo vid aetlum ad drifa okkur upp a hotel!
Kvedjur fra Nairobi
Sigga og Ola
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.8.2007 | 04:49
Hallo hallo
jaeja ta erum vid lentar her i Kenya! Tad er tolva her a gistiheimilinu en hun er tett setin her og nu er klukkan 7:20 her og vid ad undirbua okkur fyrir okkar annan dag a heilsugaeslunni!
Flugid hingad var agaett bara otrulega langt. Vid flugum med Emriates og millilentum i dubai. Emrates er tetta lika fina flugfelag og var tetta mjog stor vel og eins og i flestum tessum flugvelum sem fljuga milli heimsalfa er sjonvarp i hverju saeti tar sem madur getur valid ur nyjum biomyndum til ad horfa a, spilad tolvuleiki og horft ut um myndavel a framhlid velarinnar. Flugvollurinn i dubai a ad vera einn sa flottasti i heimi og bydur upp a alls kyns tjonustu eins og sundlaug og nudd og sitthvad fleira. Tvi midur gatum vid ekki nytt okkur tad tvi vid vorum adeins tarna i tvo tima. Ad stiga ut ur velinni i dubai var eins og ad labba a vegg. Hitinn var rosalegur! 35 stiga hiti takk fyrir! uff 'eg var half fegin ad turfa ekki ad vera lengur uti tarna!
Flugid til dubai tok ca 6 og halfan tima og svo vorum vid adra 4 og halfan til Nairobi. Einhvern vegin tokst okkur ad lenda aftast i Visa rodinni sem tok endalaust langan tima og vid turftum ad svara i tririti hvad vid vaerum ad gera herna og hvad vid aetludum ad vera lengi! Folkid a Nairobi Backpackers kom ad saekja okkur a flugvollinn og keyrdi okkur upp a hostelid. Tetta er litid gistiheimili og stemmingin herna er soldid eins og ad vera i utilegu! Vid faum samt ser herbergi i litilli utialmu hussins! Herbergid er ekki stort en tar er samt ein koja og eitt tvibreytt rum! Klosett og sturta eru svo uti rett hja! Vid baekludum upp moskitonetunum okkar og svefnpokunum en svafum nu ekkert allt of vel fyrstu nottina! Frekar skritid ad sofa undir tessum netum og ekki hjalpadi til ad hundurinn a baenum akvad ad setjast fyrir utan gluggann okkar og spangola i halftima!:)
Her er haegt ad fa allan mat og hann er odyr og bara nokkud godur. Teir kaupa serraektada kjuklinga til daemis en ekki kjullana ut a gotu! Maltidin kostar svona 350 kronur. I morgunmat er svo haegt ad fa rosa goda ponnukoku med sultu og bonunum eda mango asamt audvitad eggi og baconi, braudi eda jogurti. Einnig er bar her sem madur getur gengid i og fengid ser vatn, gos eda bjor! Vid barinn er haegt ad sitja uti vid arineld, voda kosy!
I gaer var svo fyrsti dagurinn a heilsugaeslunni! Vid vorum sottar kl 9 og byrjudum a ad fara i hofudstodvar Provide og hittum Jonah, yfirgaurinn tarna! Svo forum vid a Kayole stodina sem er ein af heilsugaeslunum. Tetta er skilst mer staersta stodin og best utbuin en samt var tetta oskop hrorlegt med einu skodunar/vidtals/adgerdarherbergi, einu sprautuherbergi, labbi, apoteki, tvaer deildir fyrir inniliggjandi sjuklinga ein fyrir kalla og ein fyrir konur og born med ca 4-6 rumum hver. Einnig var tannlaeknastofa. Tad sem vid gerdum tann daginn var nu bara svona ad skoda stodina og fylgjast med. Saum einn umskurd a ca 7 ara strak tarna i vidtals herberginu a frekar skitugum bekk. En audvitad er reynt ad hafa tetta eins hreint og haegt er. Med okkur eru tvaer stelpur fra Noregi sem eru rosa finar heita Kristjana og Ina!
Tad var eldadur fyrir okkur ser hadegismatur hakk og kassa medan hinir starfsmennirnir bordudu sitt ugali sem er einvhers konar mais mjols sull med sosu!
Jaeja nu turfum vid ad fara ad drifa okkur tvi vid verdum sottar eftir 10 min! Framhald sidar!
Hafidi tad gott snullurnar minar
kv Sigga og Ola
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.8.2007 | 09:24
London
Sæl öll sömul!
Nú erum við búnar að vera í góðu yfirlæti hjá Auði Möggu í London í tvo heila daga. Fyrir þá sem ekki þekkja Auði er hún vinkona okkar úr Ísakskóla sem maður sækir þegar maður er 5-8 ára. Húm býr hér í Wimbleton sem er úthverfi Lundunarborgar og er einna frægast fyrir tennismót sem er haldið einu sinni á ári hér í bæ. Þá fyllist þessi smábær af fólki. Hún býr hér í ca 40 m2 íbúð og er 40 mín með lest niður í bæ í skólann þar sem hún er að taka master í félagsfræði. Lengst af bjó hún hér með Nonna kærastanum sínum en nú þegar hann er farinn til Íslands að vinna eru herbergisfélagarnir (áður en við komum) tvær mýslur sem búa undir eldhúsinu og láta stundum sjá sig!:)
Við höfum haft það einstaklega gott þessa tvo daga hér og aldrei leiðist manni í London. Í fyrradag fórum við og kíktum á dýragarðinn hérna í London. Máski við notum þessa ferð til að gera vísindalegan samanburð á hamingjustuðli ljóna í dýragarði og í Masai Mara þjóðgarðinum í Kenya, hver veit!;) En aðalstjörnurnar í dýragarðinum núna eru þrjár górillur sem eru búnar að eignast nýtt heimili í dýragarðinum. Eitt karldýr og tvö kvendýr. Þau höfðu stórt svæði út af fyrir sig en komu samt til okkar þar sem við stóðum upp við gler og fylgdumst með þeim. Karldýrið kom og settist á rassinn beint fyrir framan okkur og horfði í augun á okkur. Okkur fannst alveg eins og hann væri að hugsa eitthvað mjög merkilegt með þennan sorgarsvip á andlitinu og töluðum um að þessum vitru dýrum, sem væru svona nálægt okkur í þróuninni, þætti örugglega leiðinlegt að vera lokuð inn í búri! En þegar dýrið kúkaði í lófann á sér og stakk kúknum upp í sig þá lækkaði dýrið talsvert í virðingastiganum hjá okkur!:) Hmmm...kannski ekki svo líkt manninum eftir allt saman en á hinn bóginn getur þetta ekki talis hluti af háum hamingjustuðli!
Sigga og Auður í tubinu
Í gær fórum við svo á matarmarkað við London Bridge með Auði og vinum hennar, Heiði og Jóa! Mjög gott veður þar sem við þrömmuðum um markaðinn og skoðuðum osta, pylsur ólívur, ávexti, súkkulaði og kökur. Þetta var sko alveg við okkar hæfi! Keyptum súkkulaðihúðaðar hnetur og kaffi og settumst á flötina fyrir utan Southwark kirkjuna og slöppuðum af í sólinnni! Þaðan fórum við svo beint í mat og síðan í leikhús þar sem við höfðum keypt miða á vesalingana sem er sá söngleikur sem hefur verið lengst sýndur hér í London. Mjög mögnuð sýning, sérstaklega fyrir þá sem þekkja söguna!
Auður og Óla á markaðnum Heiður og Óla velja sér súkkulaðihnetur
Í dag er sól og 30 stiga hiti. Í kvöld leggjum við í hann til Kenya kl 21:15 frá Gatwick. Ætlum við bara að slappa af og njóta góða veðursins þangað til! Látum vita af okkur þega við komum á leiðarenda og verðum búnar að finna netkaffi!:)
kv frá London Sigga
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.7.2007 | 14:45
Ansi hreint fróðlegt
Jæja Sigga litla bara dugleg að blogga ha hmm!!?? :)
Smá pistill með upplýsingum um félagasamtökin sem reka heilsugæslustöðvarnar sem við verðum á þarna úti. Meiri upplýsingar eru á síðunni þeirra www.kenya-project.org
Það eru 2 ár síðan íslenskir læknanemar byrjuðu að fara skipulega til Afríku í hjálparstarf. Það var haldin ráðstefna fyrir læknanema á norðurlöndunum hér á Íslandi, veturinn sem ég var á 3 ári í læknisfræðinni. Þar voru norsku lænanemarnir með kynningu á þessu nýja verkefni. Það var unnið í samvinnu við félag sem kallast Provide International. Við höfðum semsagt bara samband við norsku læknanemana og þeir höfðu svo samband við Provide.
Provide International samtökin voru stofnuð 1986 og eru frjáls félagasamtök. Þau áttu að sjá um matargjafir og hjúkrunarvörur til munaðarleysingja í slumminu í Nairobi. Þeir voru fljótir að koma auga á þrörfina fyrir heilbrigðisþjónustu almennt þar sem bæði smitsjúkdómafaraldrar geisuðu, HIV, cholera, öndunarfærasjúkdómar t.d. berklar ofl, en líka var næringarástand fólksins mjög slæmt sem og ungbarna og mæðraeftirlit var mjög ábótavant. Þeir ákváðu því að opna heilsugæslustöðvar víðsvegar um fáttækrahverfin. Það gátu þau gert með föstum greiðslum frá sponsurum og frjálsum framlögum fólks víðs vegar að úr heiminum og þannig er starfsemin rekin í dag. Einnig hafa IFMSA (International Federation of Medical Students' Associations) sent fjölda læknanema þarna út og þeir hafa þá flutt með sér hjúkrunarvörur, td hanska, nálar, grisjur ofl. Um 100 þúsund sjúklingar sækja þjónustuna, aðallega konur og börn og er þessi fjöldi talinn endurspegla að einhverju leyti tíðni HIV þarna úti. Fólkið borgar lítið fyrir lyf og þjónustu og þeir sem geta alls ekki borgað eru ekki sendir í burtu heldur meðhöndlaðir frítt.
Heilsugæslustöðvarnar sjá um almenna læknishjálp, fæðingar og mæðra hjálp, einnig hefur heilbrigðisráðuneytið í Kenya gert Provide heilsugæslustöðvarnar að sérstöku berkla greiningar og meðferðar centeri þar sem sjúklingar fá ókeypis lyf. Einnig fer þar fram bólusetningarherferð gegn mænuveiki, berklum, mislingum og kíghósta. Starfsmenn eru um 70 manns og þeir eru flestir sjálboða liðar.
Reynt hefur verið að leggja áherslu á almennings fræðlu. Þá er lögð áhersla náttlega á HIV en líka aðra kynsjúkdóma, sem og choleru, sveppasýkingar, sífkrampa og berkla.
Ansi fróðlegt ha? :)
Sigga, þar sem þessi færsla var svo heavy þá finnst mér að hún ætti að teljast sem tvær!!!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.7.2007 | 01:45
Allt reddast á endanum!
Mér sýnist nú að minns sé alveg að rústa Ólu í þessari litlu blogkeppni! Keppnin er sko þannig að sú sem bloggar færri færslur áður en við förum út þarf að losa okkur við allar þær köngulær og önnur skordýr sem á vegi okkar verða hversu stór, loðin eða blóðþyrst sem þau kunna að vera! Ahh leiðinlegt Óla mín!:) En ég get huggað þig með því að þú getur ennþá tekið þetta á lokasprettinum......á hinn bóginn hafa þú og skordýr nú alla tíð verið svo góðir vinir svo þú ættir að rúlla verkefninu upp!:)
Annars er það að frétta að snillngarnir hjá DHL ætla að koma hjúkrunlagernum okkar út fyrir okkur! Jibbí!:) Þessi fyrrnefndi hjúkrunarlageri er í töluðu orðum núna á miðju stofugólfinu í kjallaranum Eyþóri mági til mikillar ánægju:) Fyrirmælin eru að telja allt og skrá mjög vandlega í kassa áður en þetta er sent svo það verði ekkert vandamál að leysa þetta úr tollinum. Því erum við að vinna í því að telja allar grisjurnar!:) Ok það stendur utan á pökkunum, ég veit, en samt er þetta soldil vinna!;)
Annað sem var á to-do listanum (eða gátlistanum eins og hann faðir minn orðar það upp á íslenskuna:)) var að finna einhvað smádót handa krílunum sem koma á heilsugæsluna í verðlaun. Við töluðum við Partýbúðina og þau ætla að láta okkur hafa fullt af blöðrum og öðru smádóti handa krökkunum! Við þökkum kærlega fyrir!
Jæja það er best að fara að vinna fyrir kaupinu sínu hérna!:)
kv Sigga
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2007 | 01:46
Jahérna hér!
Hvað haldiði? Sigga og Óla bara farnar að blogga! Ekki hélt ég að það myndi nú gerast...:) En hvað veit maður!
Soldið síðan við settum upp þessa síðu en vegna tímaleysis er þetta nú fyrsta færslan! Einnig eigum við aðeins eftir að fínpússa útlitið og ýmislegt fleira! Eins og næstum allir hljóta að vita núna erum við að fara til Nairobí í Kenya núna í ágúst og leggjum við í hann þann 1. ág með smástoppi í London hjá Auði Möggu! Munum við halda ferðinni áfram 4. ág og fljúga þá til Afríku! Ferðalagið fra London til Nairobi tekur okkur 18 tíma því við millilendum í Dubai í smá tíma! Við byrjum svo að vinna á heilsugæslunni 6. ág!
En hvað er það sem maður þarf að gera áður en maður hoppar upp í flugvél og fer til Kenya? Það er sko ýmislegt og við byrjum að undirbúa þessa ferð um síðustu áramót! Hér er svona týpískur "to do áður en maður fer til Kenya" listi...
- Sækja um styrki hjá öllum sem manni dettur í hug. Þetta gekk alveg sæmilega og viljum við þakka öllum styrkartaraðilum okkar kærlega fyrir!;)
- Bólusetja okkur fyrir ýmsum pöddum
- Tala við Helga Guðbergs og fá bólusetningu gegn yellow fever, ekki allir sem hafa leyfi til að gefa þá bólusetningu! Einnig að fá góð ráð varðandi moskító varnir og mataræði í afríku!
- Fara til London og kaupa 20 lítra ;) af "malariu og öðrum leiðindaberandi moskító" áburði og flugnanet. Allt í lagi maður ÞARF kannski ekkert endilega að fara til London það er hægt að panta þetta á netinu:)!
- Sækja um hjúkrunarvörustyrk. Þökkum Landspitalanum, Eirbergi og Frænku kærlega fyrir að redda því!
- Pakka vörunum ofan í kassa, telja allt og merkja...úff það er næstum búið!
- Fá einhvern til að flytja vörnunar fyrir okkur út....erum ennþá að vinna í því!
- Kaupa VISA til að komast inn í landið og gjaldeyri...Kenya shillings
- Pakka niður eins lítið af fötum eins og maður getur
- Redda prophylaxa sýklalyfjum gegn niðurgangi og malaríu
- hmmm... fá einhvern góðhjartaðan til að lána okkur myndavélina sína svo við getum tekið myndir af ljónunum:)
Man nú ekki eftir fleiru svona í augnablikinu....
Veit ekki hversu margar "við erum að deyja úr spenningi" færslur við nennum að skrifa...máski nokkrar.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)