18.7.2007 | 01:46
Jahérna hér!
Hvað haldiði? Sigga og Óla bara farnar að blogga! Ekki hélt ég að það myndi nú gerast...:) En hvað veit maður!
Soldið síðan við settum upp þessa síðu en vegna tímaleysis er þetta nú fyrsta færslan! Einnig eigum við aðeins eftir að fínpússa útlitið og ýmislegt fleira! Eins og næstum allir hljóta að vita núna erum við að fara til Nairobí í Kenya núna í ágúst og leggjum við í hann þann 1. ág með smástoppi í London hjá Auði Möggu! Munum við halda ferðinni áfram 4. ág og fljúga þá til Afríku! Ferðalagið fra London til Nairobi tekur okkur 18 tíma því við millilendum í Dubai í smá tíma! Við byrjum svo að vinna á heilsugæslunni 6. ág!
En hvað er það sem maður þarf að gera áður en maður hoppar upp í flugvél og fer til Kenya? Það er sko ýmislegt og við byrjum að undirbúa þessa ferð um síðustu áramót! Hér er svona týpískur "to do áður en maður fer til Kenya" listi...
- Sækja um styrki hjá öllum sem manni dettur í hug. Þetta gekk alveg sæmilega og viljum við þakka öllum styrkartaraðilum okkar kærlega fyrir!;)
- Bólusetja okkur fyrir ýmsum pöddum
- Tala við Helga Guðbergs og fá bólusetningu gegn yellow fever, ekki allir sem hafa leyfi til að gefa þá bólusetningu! Einnig að fá góð ráð varðandi moskító varnir og mataræði í afríku!
- Fara til London og kaupa 20 lítra ;) af "malariu og öðrum leiðindaberandi moskító" áburði og flugnanet. Allt í lagi maður ÞARF kannski ekkert endilega að fara til London það er hægt að panta þetta á netinu:)!
- Sækja um hjúkrunarvörustyrk. Þökkum Landspitalanum, Eirbergi og Frænku kærlega fyrir að redda því!
- Pakka vörunum ofan í kassa, telja allt og merkja...úff það er næstum búið!
- Fá einhvern til að flytja vörnunar fyrir okkur út....erum ennþá að vinna í því!
- Kaupa VISA til að komast inn í landið og gjaldeyri...Kenya shillings
- Pakka niður eins lítið af fötum eins og maður getur
- Redda prophylaxa sýklalyfjum gegn niðurgangi og malaríu
- hmmm... fá einhvern góðhjartaðan til að lána okkur myndavélina sína svo við getum tekið myndir af ljónunum:)
Man nú ekki eftir fleiru svona í augnablikinu....
Veit ekki hversu margar "við erum að deyja úr spenningi" færslur við nennum að skrifa...máski nokkrar.
Athugasemdir
Jahérna hér..já á þessu átti maður ekki alveg von, en tja allt getur greinilega gerst
Þetta er greinilega heljarinnar undirbúningur, gott að hann er vel á veg kominn. Verður pottþétt hin mesta ævintýraferð.
Bið að heilsa peilsa hér frá Akureyri þar sem ég var btw úti að sóla mig og kom aðeins inn að kæla mig, tíhí.
Sigga (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.