22.7.2007 | 01:45
Allt reddast á endanum!
Mér sýnist nú að minns sé alveg að rústa Ólu í þessari litlu blogkeppni! Keppnin er sko þannig að sú sem bloggar færri færslur áður en við förum út þarf að losa okkur við allar þær köngulær og önnur skordýr sem á vegi okkar verða hversu stór, loðin eða blóðþyrst sem þau kunna að vera! Ahh leiðinlegt Óla mín!:) En ég get huggað þig með því að þú getur ennþá tekið þetta á lokasprettinum......á hinn bóginn hafa þú og skordýr nú alla tíð verið svo góðir vinir svo þú ættir að rúlla verkefninu upp!:)
Annars er það að frétta að snillngarnir hjá DHL ætla að koma hjúkrunlagernum okkar út fyrir okkur! Jibbí!:) Þessi fyrrnefndi hjúkrunarlageri er í töluðu orðum núna á miðju stofugólfinu í kjallaranum Eyþóri mági til mikillar ánægju:) Fyrirmælin eru að telja allt og skrá mjög vandlega í kassa áður en þetta er sent svo það verði ekkert vandamál að leysa þetta úr tollinum. Því erum við að vinna í því að telja allar grisjurnar!:) Ok það stendur utan á pökkunum, ég veit, en samt er þetta soldil vinna!;)
Annað sem var á to-do listanum (eða gátlistanum eins og hann faðir minn orðar það upp á íslenskuna:)) var að finna einhvað smádót handa krílunum sem koma á heilsugæsluna í verðlaun. Við töluðum við Partýbúðina og þau ætla að láta okkur hafa fullt af blöðrum og öðru smádóti handa krökkunum! Við þökkum kærlega fyrir!
Jæja það er best að fara að vinna fyrir kaupinu sínu hérna!:)
kv Sigga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.