Ansi hreint fróðlegt

 

Jæja Sigga litla bara dugleg að blogga ha hmm!!?? :) 

Smá pistill með upplýsingum um félagasamtökin sem reka heilsugæslustöðvarnar sem við verðum á þarna úti. Meiri upplýsingar eru á síðunni þeirra www.kenya-project.org

Það eru 2 ár síðan íslenskir læknanemar byrjuðu að fara skipulega til Afríku í hjálparstarf. Það var haldin ráðstefna fyrir læknanema á norðurlöndunum hér á Íslandi, veturinn sem ég var á 3 ári í læknisfræðinni. Þar voru norsku lænanemarnir með kynningu á þessu nýja verkefni. Það var unnið í samvinnu við félag sem kallast Provide International. Við höfðum semsagt bara samband við norsku læknanemana og þeir höfðu svo samband við Provide. 

Provide International samtökin voru stofnuð 1986 og eru frjáls félagasamtök. Þau áttu að sjá um matargjafir og hjúkrunarvörur til munaðarleysingja í slumminu í Nairobi. Þeir voru fljótir að koma auga á þrörfina fyrir heilbrigðisþjónustu almennt þar sem bæði smitsjúkdómafaraldrar geisuðu, HIV, cholera, öndunarfærasjúkdómar t.d. berklar ofl, en líka var næringarástand fólksins mjög slæmt sem og ungbarna og mæðraeftirlit var mjög ábótavant. Þeir ákváðu því að opna heilsugæslustöðvar víðsvegar um fáttækrahverfin. Það gátu þau gert með föstum greiðslum frá sponsurum og frjálsum framlögum fólks víðs vegar að úr heiminum og þannig er starfsemin rekin í dag. Einnig hafa IFMSA (International Federation of Medical Students' Associations) sent fjölda læknanema þarna út og þeir hafa þá flutt með sér hjúkrunarvörur, td hanska, nálar, grisjur ofl. Um 100 þúsund sjúklingar sækja þjónustuna, aðallega konur og börn og er þessi fjöldi talinn endurspegla að einhverju leyti tíðni HIV þarna úti. Fólkið borgar lítið fyrir lyf og þjónustu og þeir sem geta alls ekki borgað eru ekki sendir í burtu heldur meðhöndlaðir frítt.

Heilsugæslustöðvarnar sjá um almenna læknishjálp, fæðingar og mæðra hjálp, einnig hefur heilbrigðisráðuneytið í Kenya gert Provide heilsugæslustöðvarnar að sérstöku berkla greiningar og meðferðar centeri þar sem sjúklingar fá ókeypis lyf. Einnig fer þar fram bólusetningarherferð gegn mænuveiki, berklum, mislingum og kíghósta. Starfsmenn eru um 70 manns og þeir eru flestir sjálboða liðar.

Reynt hefur verið að leggja áherslu á almennings fræðlu. Þá er lögð áhersla náttlega á HIV en líka aðra kynsjúkdóma, sem og choleru, sveppasýkingar, sífkrampa og berkla.

Ansi fróðlegt ha? :)

Sigga, þar sem þessi færsla var svo heavy þá finnst mér að hún ætti að teljast sem tvær!!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spennó :) ... ég mun fylgjast vel með. Góða ferð skvísur!

Fjóla (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 14:09

2 identicon

Góða ferð kæru systur :) Við syndaselirnir erum ekki búnar að gera neinar myndir, svo þær fara ekki með í þessari ferð

Skemmtið ykkur rosalega vel :) Bið að heilsa Jonah, Ken og Sam.

Vaka (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband