London

Sæl öll sömul!

 Nú erum við búnar að vera í góðu yfirlæti hjá Auði Möggu í London í tvo heila daga. Fyrir þá sem ekki þekkja Auði er hún vinkona okkar úr Ísakskóla sem maður sækir þegar maður er 5-8 ára. Húm býr hér í Wimbleton sem er úthverfi Lundunarborgar og er einna frægast fyrir tennismót sem er haldið einu sinni á ári hér í bæ. Þá fyllist þessi smábær af fólki. Hún býr hér í ca 40 m2 íbúð og er 40 mín með lest niður í bæ í skólann þar sem hún er að taka master í félagsfræði. Lengst af bjó hún hér með Nonna kærastanum sínum en nú þegar hann er farinn til Íslands að vinna eru herbergisfélagarnir (áður en við komum) tvær mýslur sem búa undir eldhúsinu og láta stundum sjá sig!:) 

Við höfum haft það einstaklega gott þessa tvo daga hér og aldrei leiðist manni í London. Í fyrradag fórum við og kíktum á dýragarðinn hérna í London. Máski við notum þessa ferð til að gera vísindalegan samanburð á hamingjustuðli ljóna í dýragarði og í Masai Mara þjóðgarðinum í Kenya, hver veit!;) En aðalstjörnurnar í dýragarðinum núna eru þrjár górillur sem eru búnar að eignast nýtt heimili í dýragarðinum. Eitt karldýr og tvö kvendýr. Þau höfðu stórt svæði út af fyrir sig en komu samt til okkar þar sem við stóðum upp við gler og fylgdumst með þeim. Karldýrið kom og settist á rassinn beint fyrir framan okkur og horfði í augun á okkur. Okkur fannst alveg eins og hann væri að hugsa eitthvað mjög merkilegt með þennan sorgarsvip á andlitinu og töluðum um að þessum vitru dýrum, sem væru svona nálægt okkur í þróuninni, þætti örugglega leiðinlegt að vera lokuð inn í búri! En þegar dýrið kúkaði í lófann á sér og stakk kúknum upp í sig þá lækkaði dýrið talsvert í virðingastiganum hjá okkur!:) Hmmm...kannski ekki svo líkt manninum eftir allt saman en á hinn bóginn getur þetta ekki talis hluti af háum hamingjustuðli!

LONDON_HEIMSOKNIR 095

Sigga og Auður í tubinu 

 Í gær fórum við svo á matarmarkað við London Bridge með Auði og vinum hennar, Heiði og Jóa! Mjög gott veður þar sem við þrömmuðum um markaðinn og skoðuðum osta, pylsur ólívur, ávexti, súkkulaði og kökur. Þetta var sko alveg við okkar hæfi! Keyptum súkkulaðihúðaðar hnetur og kaffi og settumst á flötina fyrir utan Southwark kirkjuna og slöppuðum af í sólinnni! Þaðan fórum við svo beint í mat og síðan í leikhús þar sem við höfðum keypt miða á vesalingana sem er sá söngleikur sem hefur verið lengst sýndur hér í London. Mjög mögnuð sýning, sérstaklega fyrir þá sem þekkja söguna!

LONDON_HEIMSOKNIR 096LONDON_HEIMSOKNIR 097

 Auður og Óla á markaðnum                           Heiður og Óla velja sér súkkulaðihnetur

Í dag er sól og  30 stiga hiti. Í kvöld leggjum við í hann til Kenya kl 21:15 frá Gatwick. Ætlum við bara að slappa af og njóta góða veðursins þangað til!  Látum vita af okkur þega við komum á leiðarenda og verðum búnar að finna netkaffi!:)

kv frá London Sigga 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fílar í dýragörðum borða líka sinni eigin kúk og örggulega fleiri dýr. Ég hef mikið velt fyrir mér hvort þessum stórum dýrum í dýragörðum sé ekki gefið nóg að borða, ekki nógu oft þrifið hjá þeim og því borða þau úrganginn sinn jafnóðum eða þetta sé bara svona í náttúrunni líka ... mættuð tékka á þessu í Kenya ;). Annars hefðu þið átt að prófa að þykjast kyssa glerið sem var á milli ykkar og górillunnar og sjá hvor hann myndi ekki kyssa á móti ... aparnir í Köben gera það alla vega og það er mjög fyndið ;):).

Fjóla (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 11:53

2 identicon

Alltaf gaman af dýrunum...

Danni (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 03:01

3 identicon

Hæhæ, gaman að fylgjast með ykkur skvísur. Og ekki síður gaman að sjá hvað heimurinn er lítill þar sem Heiður er gömul vinkona Tomma úr MA, já svei mér þá.
En góða ferð bara, hlakka til að heyra um dýrin í kenya

Sigga Antons (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 15:07

4 identicon

hæ hó! gaman að fylgjast með ykkur´.

 ég fékk alveg vatn í munninn yfir markaðsferðinni ykkar. Munið að þið getið keypt mjög gott kex í Afríku sem heitir Munch-a-lot. Hún Heiðrún bekkjarsystir okkar keypti svoleiðis fyrir mig.

 hafið nóg af myndum og svona :)

Þórinn (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband